*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 18. júlí 2018 16:27

Bernanke ekki hræddur um niðursveiflu

Ben Bernanke varar við of mikilli svartsýni þótt vaxtaferillinn sé að fletjast. Hann segir undirstöður bandaríska hagkerfisins sterkar.

Ritstjórn
Ben Bernanke var seðlabankastjóri Bandaríkjanna í hruninu.
Aðrir ljósmyndarar

Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri bandaríkjanna, varar við því að lesa of mikið í að vaxtaferillinn sé að fletjast. Viðsnúningur ferilsins, þar sem skammtímavextir verða hærri en langtímavextir, hefur átt sér stað í aðdraganda hverrar einustu niðursveiflu síðustu 50 ára. Bernanke telur hinsvegar að í þetta skiptið sé þróunin fyrst og fremst afleiðing reglubreytinga hins opinbera og magnbundinnar íhlutunar annarra seðlabanka. Financial Times greinir frá.

Bernanke bætti við að „Skammtímahorfur hagkerfisins væru mjög jákvæðar,“, en hann ávarpaði fjölmiðla ásamt fyrrverandi fjármálaráðherrunum Hank Paulson og Timothy Geithner í tilefni viðburðar til að ræða þann lærdóm sem draga mætti af fjármálahruninu 2008.

Vaxtaferillinn snérist síðast við árið 2006, í aðdraganda hrunsins, en Geithner sagði fjármálakerfið mun stöðugra í dag, þótt verkfæri yfirvalda væru að vísu ekki jafn vel til þess fallin að takast á við alvarlegt áfall.

Bernanke og Paulson vöruðu hinsvegar við að þótt hrun væri ekki á næsta leiti, væru horfur í fjármálum hins opinbera ekki ýkja góðar. Góðar efnahagsaðstæður eins og þessar væru akkúrat rétti tíminn fyrir ríkið til að taka sig á í fjármálum og greiða niður skuldir, en ríkissjóður væri þess í stað rekinn með halla í dag.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim