Borgin Austin í Texas er besti staðurinn til þess að búa á í Bandaríkjunum, ef litið er til starfsumhverfis. Tímaritið Forbes hefur sett saman lista yfir bestu borgir Bandaríkjanna með tilliti til starfsumhverfis. Meðal þess sem litið er til eru þættir líkt og vöxtur síðustu tólf ára og atvinnuhorfur. Unnið var eftir gögnum bandarískra stjórnvalda.

Önnur borg í Texas, Houston, er í öðru sæti listans og Salt Lake City í Utah er í því þriðja.

Athygli vekur að höfuðborgin Washington er í fyrsta sinn í fjögur ár fallinn af lista yfir 15 bestu borgirnar, og situr í 16. sæti. Efnahagur borgarinnar hefur þó vaxið um 17% síðan árið 2007. Er þetta talið til merkis um að vöxtur einkageirans er nú meiri en vöxtur opinbera geirans, í fyrsta sinn síðan kreppan hófst. Höfuðborgin hefur notið góðs af vexti hins opinbera síðastliðin ár.