*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 6. júní 2018 15:32

Besta þjónusta í heimi á Íslandi

Sú þjónusta sem veitt er hér á landi skorar hátt á lista sem TripAdvisor hefur gefið út.

Ritstjórn
Ferðamenn fá bestu þjónustu í heimi hér á landi, samkvæmt lista TripAdvisor.
Haraldur Guðjónsson

Þjónusta á Íslandi er sú besta í heimi. Þetta kemur fram á lista TripAdvisor, en fyrirtækið setti upp lista yfir upplifun gesta af meðal annars veitingastöðum og gististöðum, sem veita framúrskarandi þjónustu víðs vegar um heiminn. Greint er frá þessu á vef Dailymail.

Reykjavík er einnig í öðru sæti yfir þær borgir sem veita bestu þjónustuna. Loks er Reykjavík í fimmta sæti yfir þær borgir í heiminum sem veita bestu þjónustuna við staði sem laða að sér fjölda ferðamanna. 

Stikkorð: TripAdvisor þjónusta