Betware ehf. skilaði 130,2 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 56,4 milljóna króna tap árið á undan. Velta jókst töluvert milli ára og fór úr 757,7 milljónum árið 2012 í 1.235,3 milljónir í fyrra.

Rekstrarhagnaður var 104,3 milljónir í fyrra, en 142 milljóna króna rekstrartap var árið 2012. Eignir félagsins námu um síðustu áramót 427,6 milljónum króna, skuldir námu 184,9 milljónum og eigið fé var því 242,7 milljónir. Handbært fé frá rekstri í fyrra nam 81,4 milljónum króna, en í fyrra var handbært fé til rekstrar 51,7 milljónir.

Framkvæmdastjóri félagsins er Stefán Hrafnkelsson, en félagið er að öllu leyti í eigu Betware Holding hf.