*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 26. júlí 2017 11:24

Bílaframleiðendur sakaðir um samráð

Daimler og Volkswagen eru til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum vegna samráðs.

Ritstjórn

Yfirmenn þýsku bílaframleiðendanna VolksWagen og Daimler, sem er móðurfélag Mercedes-Benz munu halda neyðarfund eftir að hafa verið sakaðir um að brjóta samráðsreglur Evrópusambandsins samkvæmt frétt BBC. Ásakanirnar birtust fyrst á föstudag í umfjöllun þýska dagblaðsins Der Spiegel. 

Fyrirtækin sæta nú rannsókn af hálfu bæði þýskra og evrópskra samkeppnisyfirvalda. Ef fyrirtækin verða fundin sek munu þau þurfa að greiða 10% af tekjum sínum á heimsvísu í sektir. Samkvæmt frétt BBC eru bílaframleiðendurnir BMW, Porsche og Audi einnig til rannsóknar. 

Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa neitað að tjá sig við fjölmiðlamenn og sagði Dieter Zetsche, forstjóri Daimler, að opinber rannsókn væri ekki hafin. 

Ásakanirnar koma í kjölfarið á því að þýskir bílaframleiðendur hafa verið sakaðir um að hafa svindlað á útblástursprófum dísel bíla. Hefur Volkswagen viðurkennt sök sína og í síðustu viku innkallaði Daimler þrjár milljónir bíla vegna ásakana þýskra stjórnvalda um að hafa svindlað á útblástursprófum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim