„Það er lítið að gerast í almennri sölu og engar fréttir eftir kosningarnar sem auka mönnum bjartsýni. Það vantar eitthvað bitastætt svo fjárfesting taki við sér,“ segir Úlfar Hinriksson, forstjóri Suzuki-umboðsins. Hann segir tíðina á bílamarkaðnum rólega um þessar mundir. Þótt ný ríkisstjórn hafi tekið við séu engar vísbendingar um að það hafi jákvæð áhrif á einkaneyslu og bílasölu.

Úlfar bendir þvert á móti á að enn eigi eftir að laga margt til sem gæti breytt stöðu mála. Þar á meðal sé endurútreikningur bílalána sem margir bíði eftir. „Ef ekki væri uppsveifla í túrismanum þá væri ekkert að gerast,“ segir hann.

Í Bílum, sérblaði um bíla sem fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni er m.a. rætt við þau Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, og Úlfar Steindórsson, forstjóra Toyota á Íslandi, um ganginn í bílabransanum. Þar kemur m.a. fram að fó lk 55 ára og eldri er í meirihluta þeirra sem kaupir nýja bíla í dag. » Algengustu bílarnir sem fólk kaupir kosta minna en þrjár milljónir króna. Ekki er mikil hreyfing á bílum sem kosta á milli 3-6 milljónir.

Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .