11,9% samdráttur var í bílasölu í marsmánuði samanborið við sama mánuð árið 2017, en alls voru skráðir 1833 nýiir fólksbílar í mars síðastliðnum samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Sala á nýjum bílum frá 1–31 mars sl. dróst saman um 11,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1833 bílar á móti 2081 bílar í sama mánuði árið 2017 eða samdráttur um 248 bíla.

Á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins hafa verið nýskráðir 4.615 fólksbílar eða 42 bílum færri en á sama tímabili á síðasta ári.
Af þessum 4.615 fólksbílum eru 1.685 bílar sem skráðir hafa verið sem bílaleigubílar eða liðlega 36% af heildinni.

Toyota er sú tegund sem mest er skráð af eða 938 bíla. Í öðru sæti er Kia með 552 bíla og í því þriðja er svo Nissan með 412 bíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.