Í ágústmánuði jókst sala á bílum í Kína, en neytendur geta nú nýtt skattaafslátt við bílakaup. Vöxtur markaðarins árið á undan var lítill.

26% aukning frá síðasta ári

Erlendir og innlendir bílaframleiðendur skiluðu 1,8 milljón bílum til bílasala síðasta mánuð, sem er 26% aukning frá árinu á undan, samkvæmt tölum frá samtökum bílaframleiðanda. Ágústmánuður var sá fjórði í röðinni þar sem salan jókst um tveggja stafa tölu.

Það sem af er árinu hafa um 16,8 milljónir ökutækja, sem inniheldur þá bíla, vörubíla og strætisvagna, verið seldir á árinu, sem er 11% aukning frá árinu á undan.

Helmingsskattaafsláttur á bílasölu

Aukningin hefur komið mörgum á óvart vegna þess hvað salan gekk illa fyrir um ári síðan, en salan féll þrjá mánuði í röð sumarið 2015. Þá lækkuðu hlutabréf hratt sem dró úr sölu á dýrum neysluvörum eins og bílum.

Í tilraun til að bjarga bílaiðnaðinum lækkuðu stjórnvöld um helming 10% skatt á kaup á nýjum bílum sem ekki höfðu stærri vélar en 1,6 lítra. Uppfylla meira en 70% alla bíla seldra í Kína skilyrðin, sagði Shi Jianhua, varaaðalritari samtakanna. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldu bílaframleiðendur 14,4 milljónir bíla, sem er aukning um 13% frá árinu á undan.

Vilja framlengja afsláttinn

Í kjölfar þess að skattaafslátturinn rennur út í árslok hafa greinendur og aðilar í iðnaðinum lýst yfir áhyggjum af því að dregið geti úr vextinum á næsta ári á þessum stærsta bílamarkaði heims.

„Við vonumst til þess að stefnan muni halda áfram,“ sagði Shi, sem segir að samtökin muni mælast til þess að skattaafslátturinn verði framlengdur.

Minnkandi hagvöxtur og offramleiðslugeta

Bílaiðnaðurinn hefur verið einn af fáum björtum punktum í kínverska hagkerfinu, sem hefur verið að glíma við viðvarandi minnkun hagvaxtar og offramleiðslugetu. Neysluverðbólga hefur ekki minnkað jafnlítið í ágúst síðan í október síðastliðnum.

Í heildina jókst sala á farþegaflutningabílum og öðrum bílum til atvinnurekstrar um 24% í ágúst frá því árið á undan, og nam hún 2,1 milljón.

Mest aukning í jeppum og jepplingum

Margir bílaframleiðendur tilkynntu um góða sölu á mörkuðum í Kína á síðasta mánuði. Afhenti General Moteors um 293.500 bíla til kínverskra neytenda í síðasta mánuði, sem er aukning um 18% frá sama tíma á síðasta ári. Ford jóks sölu sína um 22% í 96.450 bíla, Honda jók sína sölu um 36% í kringum 160.600 bíla og Nissan jók sína sölu um 17% í 103.800 bíla.

Jeppar og jepplingar seldust mest, eða um 654 þúsund bílar, sem er 44% aukning frá síðasta ári.