*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Erlent 20. apríl 2017 11:45

Bílaverksmiðjan tekin yfir af stjórnvöldum

Bifreiðaverksmiðja GM í Venesúela hefur verið tekin yfir af þarlendum stjórnvöldum.

Ritstjórn
epa

Bandaríski bifreiðaframleiðandinn General Motors hefur greint frá því að verksmiðja fyrirtækisins í Valencia í Venesúela hafi „óvænt verið tekin yfir af stjórnvöldum“, að því er segir í frétt BBC.

Bandaríska fyrirtækið segist munu beita öllum löglegum ráðum til að verja hagsmuni sína, en alls kyns varningur var tekinn af stjórnvöldum þegar þau tóku verksmiðjuna yfir, þar á meðal bifreiðar.

Upplýsingaráðuneyti Venesúela vildi ekki svara spurningum BBC þegar eftir því var leitað.

Stikkorð: GM Venesúela