*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 29. september 2015 17:14

Bill Gates ennþá ríkasti Bandaríkjamaðurinn

Til að komast á lista Forbes yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þurfti fólk að eiga 1,7 milljarða dala.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bill Gates er auðugasti Bandaríkjamaðurinn 22. árið í röð, samkvæmt úttekt Forbes, en listi blaðsins yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina kom út í dag. Nýliðar á listanum eru 25 talsins, þar á meðal er Evan Spiegel, annar stofnenda SnapChat, en Spiegel er yngsti maðurinn á listanum og yngsti milljarðamæringur heims í bandaríkjadölum talið, að því er segir í umfjöllun Forbes.

Aldrei hefur verið erfiðara að komast á listann, en til að teljast í hópi 400 ríkustu Bandaríkjamannanna þurftu einstaklingarnir að eiga 1,7 milljarða hioð minnsta. Í fyrra nægði að eiga 1,55 milljarða dala til að komast á listann. Um 145 milljarðamæringar, í dölum talið, komust ekki á lista Forbes í ár.

Tíu ríkustu Bandaríkjamennirnir eru eftirfarandi:

  1. Bill Gates, stofnandi Microsoft. 76 milljarðar dala. 
  2. Warren Buffett, fjárfestir. 62 milljarðar dala. 
  3. Larry Ellison, stofnandi Oracle. 47,5 milljarðar dala. 
  4. Jeff Bezos, stofnandi Amazon. 47 milljarðar dala. 
  5. Charles Koch, framkvæmdastjóri Koch Industries. 41 milljarður dala. 
  6. David Koch, bróðir Charles og aðstoðarforstjóri Koch Industries. 41 milljarður dala. 
  7. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. 40,3 milljarðar dala. 
  8. Michael Bloomberg, forstjóri Bloomberg. 38,6 milljarðar dala. 
  9. Jim Walton, sonur stofnanda Walmart. 33,7 milljarðar dala. 
  10. Larry Page, annars stofnenda Google. 33,3 milljarðar dala.