*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 14. júlí 2015 11:03

Bill Gates á leiðinni til Íslands

Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi ásamt fjölskyldu sinni.

Ritstjórn
Bill Gates mætir til Íslands.
european pressphoto agency

Bill Gates, ríkasti maður heims, er á leið til Íslands og mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi ásamt fjölskyldu sinni í nokkra daga. Þetta kemur fram á Vísi.

Gates stofnaði á sínum tíma hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft og hefur hann að mestu leyti verið ríkasti maður heims undanfarin 20 ár. Er hann metinn á 79,2 milljarða dollara samkvæmt Forbes tímaritinu.

Í frétt Vísis kemur fram að fylgdarlið Gates, lífverðir, matreiðslumeistarar og þjónar komi til landsins í dag til að undirbúa komu hans. Mun hann nýta tímann á Íslandi til að skoða helstu náttúruperlur landsins í þyrlu og þar að auki mun hann heimsækja nokkra staði á Suðurlandi og jafnvel víða.

Þetta er annað árið í röð sem Bill Gates kemur til Íslands, en hann var viðstaddur tónleika Justin Timberlake í Kórnum síðasta sumar. Má gera ráð fyrir því að hann hafi heillast af landi og þjóð og viljað skoða meira.

Stikkorð: Microsoft Bill Gates
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim