Bill Gates hefur aldrei verið ríkari, en hann er núna metinn á rúmlega 90 milljarða Bandaríkjadali. Gates er nú um 13,5 milljörðum ríkari en Amancio Ortega, næst ríkasti maður heims, ef talið er í dollurum.

Auður Bill Gates nemur nú allt að 0,5% af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Gates hefur hagnast vel á þessu ári, sérstaklega þar sem hlutabréf í National Railway Company og Ecolab hafa hækkað í verði.

Samkvæmt nýjasta lista Bloomberg, er Warren Buffet búinn að endurheimta þriðja sætið af Jeff Bezos, sem er kominn niður í fjórða sæti. Mark Zuckerberg, stofnandi facebook er í því fimmta og Carlos Slim í því sjötta.