Skuldabréfajöfurinn Bill Gross hefur höfðað mál gegn sínum fyrrverandi vinnuveitanda, eignastýringarfyrirtækinu Pimco, og vill fá 200 milljónir dala í bætur. Jafngildir það um 25 milljörðum íslenskra króna.

Hann heldur því fram að fyrrverandi samstarfsmenn hans hafi bolað sér út úr fyrirtækinu svo þeir gætu skipt á milli sín hans hluta af 1,3 milljarða dala bónusgreiðslum fyrirtækisins til starfsmanna.

Samkvæmt frétt BBC heldur Gross því fram að hann hefði átt að fá um 250 milljónir dala af heildarbónusgreiðslum Pimco. Lögmaður Gross segir að fari svo að Gross vinni málið muni hann gefa skaðabæturnar til góðgerðamála.