*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 13. maí 2016 14:15

Bill og Melinda selja í BP

Stærstu góðgerðasamtök heims, sem rekin eru af Bill og Melinda Gates, hafa selt hluti sína í olíufyrirtækinu BP.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Nú hefur Bill and Melinda Gates Foundation, sem eru ein stærstu góðgerðasamtök í heiminum, selt hluti sína í olíufyrirtækinu BP. Samtökin voru stofnuð og eru rekin af Bill Gates og eiginkonu hans, Melinda, en Bill er þekktur fyrir að hafa stofnað tölvufyrirtækið Microsoft. Guardian segir frá þessu.

Stofnunin, sem hefur varið fleiri milljörðum Bandaríkjadala í að bæta lífskjör fólks og aðgengi að heilbrigðisþjónustu víðsvegar um heim, seldi 187 milljóna dala hlut sinn - sem eru 22,6 milljarðar íslenskra króna - síðasta haust, samkvæmt skýrslu fyrirtækisins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Þá hefur stofnunin þegar losað sig við 824 milljóna Bandaríkjadala hlut sinn í ExxonMobil. Það eru rúmlega 100 milljarðar íslenskra króna. Góðgerðasamtökin eiga þó enn samtals ríflega 40 milljarða Bandaríkjadala í öðrum olíufélögum. Náttúruverndarsamtök og hreyfingar andsnúnar olíuvinnslu hafa skorað á hana að selja hluti sína í olíuvinnslufyrirtækjum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim