*

mánudagur, 28. maí 2018
Erlent 19. apríl 2017 19:40

Bill O'Reilly rekinn

Fox News hefur sagt Bill O'Reilly upp, en hann er ásakaður um kynferðislega áreitni.

Ritstjórn

Fox News hefur staðfest það að fréttamaðurinn Bill O'Reilly muni láta af störfum.

O'Reilly hefur verið umdeildur en hefur skapað talsverðar tekjur fyrir félagi í gegnum árin.

Hann hefur þó þurft að standa í deilum upp á síðkastið við konur sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni. Hann neitar öllum ásökunum.

O'Reilly hefur nú verið í fríi á Ítalíu, en síðast þegar sást til hans tók hann í hendina á páfanum. Degi síðar var honum tilkynnt að hann þyrfti að láta af störfum.

Talið er að Rupert Murdoch, hafi viljað halda O'Reilly, en líklegt er að synir hans hafi talið það betra að láta hann fara.

Stikkorð: Murdoch Fox Bill O'Reilly