Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að Óttarr Proppé ætti að boða vantraust á ríkisstjórnina sem hann er sjálfur að mynda með Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni.

Þetta sagði hún á facebook síðu sinni, og vísaði þar í skýrslu fjármálaráðuneytisins um aflandseignir þar sem hún bætti um betur og kallaði fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson og væntanlegan forsætisráðherra, fúskara, eða með hennar orðalagi vísaði í hann sem fúskinn.

Vísar í Bjarna Ben sem fúsksins

„Ég held að það eina rétta í stöðunni fyrir Óttarr í ljósi skýrslu fúsksins sé að krefjast kosninga að nýju og lýsa fyrir fram yfir vantrausti á væntanlega ríkisstjórn sína?,“ sagði Birgitta á Twitter.

Engum sögum hefur þó farið af því hvort hún sjálf muni nýta rétt sinn sem þingmann og reyna að fá samþykkt vantraust á ríkisstjórnina á hennar fyrstu dögum.