Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, stefnir á að hlaupa 3 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem haldið er næstkomandi laugardag. Undanfarin ár hefur hún hlaupið 10 kílómetra. Í vor sleit Birna hinsvegar krossband og því ekki í sínu hefðbundna hlaupaformi. „Þetta er auðvitað svolítill ósigur en ég kem sterk að ári“, segir Birna sem hleypur og safnar áheitum fyrir Göngum saman.

Mikil stemming er í bankanum fyrir hlaupinu og taka um 300 starfsmenn þátt. Þegar hafa starfsmenn safnað 2 milljónum í áheit en alls hafa safnast 55 milljónir. Í hlaupið eru skráðir 10 þúsund hlauparar.