*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 22. ágúst 2012 19:37

Birna stakk bankamenn af í áheitakapphlaupinu

Ýmsir þekktir einstaklingar úr bankageiranum tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.

Guðni Rúnar Gíslason
Hlauparinn og bankastjórinn Birna Einarsdóttir.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var fremst á meðal jafningja í bankageiranum þegar kom að áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþon bankans á laugardag. Birna safnaði 140.000 krónum fyrir góðgerðafélagið Göngum saman. Félagið styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. 

Nokkur önnur þekkt nöfn úr bankaheiminum söfnuðu einnig áheitum til styrktar góðum málefnum. Þar á meðal voru Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, og Davíð Stefánsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. 

Á meðal annarra hlaupara sem náðu góðum tíma voru þeir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings Singer & Friedlander, og Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital. 

Misjafnt var hvað bankamennirnir hlupu langar vegalengdir. Birna fór 10 kílómetrana á 1:14:54 samkvæmt flögutíma.

Hér má sjá úrslit og tíma í maraþoninu.

Nánar er fjallað um hlauparana í bankageiranum í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

 • Seljendalán FIH ekki fært niður
 • Áfengið flæðir úr verslun Heiðrúnar
 • Víglundur Þorsteinsson og yfirtakan á BM Vallá
 • Iceland Express vill sjá tilboð um flug ríkisstarfsmanna
 • Seðlabankinn telur efnahagsbata ráðast af gengi krónunnar
 • Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra ræðir um næstu fjárlög og margt fleira í viðtali Viðskiptablaðsins
 • Lokasprettur vinstri stjórnarinnar er framundan - úttekt um komandi vetur í pólitík
 • Elvar Árni mundar byssuna við upphaf gæsaveiðitímabilsins
 • Nærmynd af hagfræðingnum Pétri J. Eiríkssyni í Hörpunni
 • Óðinn fjallar um aðildarviðræður við Evrópusambandið og kreppuna
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um viljann til að taka þátt í stjórnmálum
 • Og margt, margt fleira.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim