Bitcoin hækkaði fjórða daginn í röð og fór yfir 11.000 dali í dag og virðist því aftur kominn í hækkunarfasta eftir töluverðar lækkanir á árinu að því er Bloomberg greinir frá .

Fyrir tveimur vikum fór gengi Bitcoin niður fyrir 7.000 dali og töldu þá sumir að dagar rafmyntarinnar væru allt að því taldir en margar ríkisstjórnir og fjármálastofnanir ýmist vöruðu við viðskiptum með myntina eða töluðu um að banna þau alfarið.