Rafmyntin Bitcoin hefur aldrei verið verðmætari. Ein eining af Bitcoin fór yfir 6.336 dollara metið, ríflega 700 þúsund krónur, sem myntin setti á sunudaginn.

Verðmæti Bitcoin rauk upp eftir að CME, sem sérhæfir sig í framvirkum viðskiptum, tilkynnti að það hyggðist bjóða upp á framvirka samninga með Bitcoin á næstunni að því er Business Insider greinir frá.

Bitcoin hefur hækkað um yfir 500% á þessu ári gagnvart Bandaríkjadal. Business Insider bendir á að yfir 55 vogunarsjóðir sem sérhæfi sig í að kaupa og selja rafmyntir hafi orðið til á þessu ári, og margir þeirra einbeiti sér fyrst og fremst að Bitcoin.