Þegar þetta er skrifað hefur verðgildi Bitcoin fallið um 14,40% og er hver eining rafmyntarinnar nú verðlögð á 13.320,90 Bandaríkjadali, eða sem jafngildir 1,4 milljón íslenskum krónum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hefur Bitcoin hækkað mikið á undanförnum vikum og mánuðum, en í hæst fór hún í 19.343 dali síðastliðinn laugardag, 16. desember en fyrir ári síðan var hægt að fá eina einingu á 916,79 dali.

Um miðjan september var verðið í 3.226,41 dölum, en síðan þá hefur verið nær samfeld hækkun þangað til nú.

Hér má lesa nokkrar greinar sem Viðskiptablaðið hefur birt um gríðarlega hækkun rafmyntarinnar: