*

þriðjudagur, 22. maí 2018
Erlent 7. desember 2017 15:59

Bitcoin fer yfir 15.000 dali

Gengi myntarinnar hefur hækkað gríðarlega á einu ári en þá var hægt að fá einn Bitcoin á 766,76 dali.

Ritstjórn

Bitcoin heldur áfram að rjúka upp í verði en rafmyntin fór yfir 15.000 dollara í dag. Fyrir aðeins ári síðan var Bitcoin á 766,75 dali og hefur hækkað hratt á árinu. Í byrjun nóvember stóð gengi myntarinnar í um 6.000 dölum en þá fjallaði Viðskiptablaðið um að rafmyntin hefði sett nýtt met.

Raunar má segja að Viðskiptablaðið hafi nokkrum sinnum á árinu fjallað um að gengi Bitcoin hafi slegið met og nú hefur það gerst enn einu sinni. Í vikunni var svo greint frá því að Winklevoss tvíburarnir sem fóru í mál við Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og ásökuðu hann um að hafa stolið af þeim hugmyndinni að Facebook væri orðnir bitcoin milljarðamæringar. Tvíburarnir sömdu við Zuckerberg og notuðu hluta samningsfjárhæðarinnar til að fjárfesta í Bitcoin þegar gengið var 120 dalir.