Ein eining af stafræna gjaldmiðlinum Bitcon er nú verðmætari en ein únsa af gulli í fyrsta sinn. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Eitt Bitcoin er nú metið á 1.258 dollara samanborið við únsu af gulli sem er metin á 1.233 dollara. Gjaldmiðillinn hefur styrkst umtalsvert vegna aukinnar eftirspurnar í Kína, en þarlend stjórnvöld hafa varað við að gjaldmiðillinn sé notaður til að færa verðmæti úr landi.

Síðastliðna mánuði hefur stafræni gjaldmiðillinn aftur styrkst umtalsvert, eftir að hafa hrunið árið 2014. Umtalsvert flökt hefur verið á virði Bitcoin frá því að gjaldmiðillinn hóf göngu sína árið 2014. Fyrir um mánuði var eitt Bitcoin metið á ríflega 1.000 dollara.