Bitcoin rafmyntin náði nýjum hæðum fyrir helgi. Á föstudaginn var eitt Bitcoin metið á 6.000 dollara, um 630.000 íslenskar krónur. Hækkunin stafar meðal annars af því að fjárfestar hafa trú á að virði myntarinnar muni hækka enn frekar, en erfitt er að auka framboð á henni.

Það sem af er ári hefur Bitcoin hækkað um 500%. Myntin er mjög fágæt, en búist er við að ekki verði grafin verði upp nema 21 milljón Bitcoin eins og kemur fram í frétt Reuters.