*

sunnudagur, 16. desember 2018
Erlent 20. nóvember 2018 14:04

Bitcoin lækkar um 8,3%

Verð á rafmyntinni Bitcoin hefur lækkað um 8,3% það sem af er degi og nálgast óðfluga 4.000 dollara múrinn.

Ritstjórn
epa

Verð á rafmyntinni Bitcoin hefur lækkað um 8,3% það sem af er degi og nálgast óðfluga 4.000 dollara múrinn. Verð á Bitcoin stendur nú í 4.378 dollurum og hefur lækkað talsvert undanfarið en verðið hefur ekki verið lægra í rúmt ár. 

Verð á hverri einingu af Bitcoin fór á flug árið 2017, frá febrúar og fram í desember 2017 hækkaði rafmyntin hver eining af rafmyntinni úr 1.000 dollurum í 19.000 dollara. 

Bitcoin náði hámarki í tæpum 20.000 Bandaríkjadölum rétt fyrir síðustu jól, en verðið er nú aðeins rétt um fjórðungur þess.