*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 17. janúar 2018 16:20

Bitcoin niður fyrir 10.000 dali

Bitcoin hefur lækkað um nálægt 50% frá því í desember og lækkanirnar smitast út í aðrar rafmyntir.

Ritstjórn
epa

Verð á bticoin fór niður fyrir 10.000 dali í dag en þegar þetta er ritað stendur gengi rafmyntarinnar í rétt rúmum 9.500 dölum. Lækkunin er um 50% frá því að verð bitcoin var hæst í desember þegar það fór hæst í 19.783,21 dal samkvæmt CoinDesk. 

Verðlækkun Bitcoin hefur smitast út í aðrar rafmyntir en Ether, Ripple og Litecoin sem eru einar vinsælustu myntirnar á eftir Bitcoin hafa einnig lækkað um tugi prósenta í dag.

„Veðrið í heimi rafmynta breytist hratt,“ hefur The Wall Street Journal eftir Charles Hayter, forstjóra greiningarfyrirtækisins CryptoCompare. „Eina stundina er gríðarleg bjartsýni en sú næsta einkennist af ótta og skelfingu og fólk keppist um að komast út. Þetta er býsna áhugavert.“