*

þriðjudagur, 22. maí 2018
Erlent 7. desember 2017 16:23

Bitcoin rýfur 16.000 dala múrinn

Bitcoin hefur náð nýju hámarki - aftur.

Ritstjórn
None

Nú rétt í þessu fór gengi Bitcoin yfir 16 þúsund Bandaríkjadali. Myntin hefur rokið upp í verði það sem af er degi - rúmlega 18% þegar þetta er ritað - og stendur í 16.208 dollurum.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í dag að gengi Bitcoin hafi farið yfir 15 þúsund dollara í dag, sem þá var nýtt hámark. Hefur myntin því slegið þrjú met frá því að miðnætti í gær, en þá fór Bitcoin yfir 14 þúsund dollara.