Í morgun, 1. ágúst, urðu þau tímamót í sögu rafmyntarinnar Bitcoin að henni var í raun skipt í tvennt, það er hina upprunalegu Bitcoin, og aðra mynnt sem ber heitið Bitcoin Cash. Ástæðan eru deilur innan Bitcoin samfélagsins um hvernig takast eigi á við síauknar tafir í vinnslu millifærslna vegna þess innbyggða eiginleika rafmynntarinnar að kóði hennar lengist við hverja millifærslu sem eykur sífellt þörfina á vinnsluminni.

Eins og staðan er núna er hámark millifærslna sem hægt er að gera 1 mb á hverjum 10 mínútum, sem þýðir um sjö millifærslur á sekúndu. Á sama tíma getur Visa kreditkort framkvæmt 2.000 millifærslur á hverri sekúndu, en þetta hámark veldur stundum margra klukkutíma töfum á því að millifærslur verða að veruleika.

Margar mismunandi hugmyndir að lausnum hafa komið upp innan samfélagsins, en sú lausn sem nú varð að veruleika nýtur ekki stuðning nema hluta samfélagsins. Fá nú allir eigendur Bitcoin sama magn af Bitcoin cash, sem hefur mun meiri vinnslugetu, en svo er bara að sjá hver eftirspurnin eftir nýju rafmynntinni.

Andstæðingar Bitcoin Cash segja lausnina auka miðstýringarmöguleika stærstu gagnaveranna sem hafa tekjur sínar af svokallaðri námuvinnslu, það er að sjá um millifærslur á rafmynntinni og fá í staðinn hlutfall af þeim nýju myntum sem verða til í kerfinu.

Eins og staðan er núna virðist verðgildi hennar þó vera mun lægra en Bitcoin myntarinnar sjálfrar eða 368,43 Bandaríkjadalir á móti 2.759,86 dalir. Samsvarandi upphæðir í íslenskum krónum gera rúmar 38 þúsund og 286 þúsund.