Eftir drykklanga stund af stöðugleika á gjaldeyrismarkaði hefur markaðsgengi Bitcoin tekið óvæntan kipp .

Rafmiðillinn náði sögulegu hámarki árið 2013 þegar verð á einum Bitcoin náði heilum 1.200 bandaríkjadölum.

Eftir það hefur verðið stöðugt dalað, og náði tiltölulegu jafnvægi nú fyrst á þessu ári, er það flökti milli 200-300 bandaríkjadala.

Nú í gær skaust gengið upp í heila 500 dali áður en það lækkaði í 400 í lok markaðsdagsins. Ástæðan er talin sú að Kínverjar hafa sýnt gjaldmiðlinum sérstakan áhuga á gjaldeyrismarkaði upp á síðkastið.

Margir eru fullir efasemda um rafmiðlakerfið, sem hefur fengið á sig slæmt orð fyrir sumum vegna notkunar þess í eiturlyfjaviðskiptum og svarta markaði internetsins. Einnig var það bendlað við píramídasvindl árið 2014.

Þó eru fjármálastofnanir margar hverjar í auknum mæli farnar að íhuga gjaldmiðilinn nánar - ekki fyrir miðilinn sem slíkan, heldur fyrir ' Blockchain ' tæknina á bak við gjaldmiðilinn.