Sjö manns hafa tilkynnt um framboð sín til stjórnar Nýherja. Aðeins fimm manns sitja í stjórninni, svo ljóst er að ekki allir fá sæti sem vilja. Þá eru þrír nýir frambjóðendur meðan einn stjórnarmaður er að fara úr stjórninni.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:

  • Ágúst Sindri Karlsson
  • Benedikt Jóhannesson
  • Emelía Þórðardóttir
  • Hildur Dungal
  • Ívar Kristjánsson
  • Katrín A Friðriksdóttir
  • Loftur Bjarni Gíslason

Af þessum sitja þau Ágúst, Hildur, Loftur og Benedikt nú þegar í stjórninni. Ótalin er Marta Kristín Lárusdóttir, sem situr nú í stjórn fyrirtækisins en hyggst ekki bjóða sig fram á ný. Því eru Emelía Þórðardóttir, Ívar Kristjánsson og Katrín A Friðriksdóttir nýir frambjóðendur til stjórnarsetunnar.