Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið boðaður aftur á funda Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hittast þeir í dag klukkan 16:30.

Talsvert hefur verið skrifað um mögulega stjórnarmyndun Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins síðastliðna daga og er þetta í annað sinn sem að Bjarni er boður á fund forsetans. Í fyrra skiptið reyndi hann að mynda fyrrnefnda þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en varð ekki erindi sem erfiði. Þá sleit raunar sjálfur viðræðunum .

Líklegt er talið að Guðni veiti Bjarna stjórnarmyndunarumboðið á nýjan leik.