Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Skakkiturn ehf., umboðsaðili Apple á Íslandi, hafi verið boðið nokkrum aðilum til sölu nýlega og leitað hafi verið eftir kaupendum síðustu misseri. Meðal þeirra sem sagðir eru hafa sýnt félaginu áhuga er Bjarni Ármannsson fjárfestir. Samningar voru, samkvæmt heimildum blaðsins, komnir langt en strönduðu á því að Apple í Bandaríkjunum hafi sett sig upp á móti því að Bjarni keypti.

Aðspurður neitaði Bjarni Ármannsson því ekki í samtali við blaðamann en vildi ekkert tjá sig mögulega aðkomu sína að kaupunum. Bjarni Ármannson varð bankastjóri Glitnis banka, áður Íslandsbanka, árið 2000 til loka apríl 2007.

Rétt er að geta þess að í samtali við Viðskiptablaðið neitaði Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri og annar eigandi Skakkaturns, því að verið væri að leita kaupenda að félaginu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Þorsteinn Gunnarsson er tilraunadýr í tungumálanámi.
  • Kröfuhafar föllnu bankanna eiga næsta leik í hundraða milljarða skák.
  • FIFA gæti nýtt sér þekkingu Evrópuráðsins.
  • Kia Sorento Luxury 4WD er reynsluekinn.
  • Starfsmenn á siglingasviði Vegagerðarinnar segja Landeyjahöfn bara hálfnað verk.
  • Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason eru í ítarlegu viðtali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um erlenda fjárfesta.
  • Óðinn fjallar um afnám hafta.
  • Þá eru í blaðinu myndir, greinar, skoðanapistlar, fréttir af fólki og margt fleira.