Bjarni Ármannsson, sem er næststærsti hluthafi í Iceland Seafood, var kjörinn í stjórn félagsins á hluthafafundi fyrirtækisins sem haldinn var í morgun. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu félagsins.

Í maí síðastliðnum greindi Viðskiptablaðið frá því að Iceland Seafood International hefði keypt Solo Seafood ehf., sem er eigandi spænska sölufyrirtækisins Icelandic Iberica. Greitt er fyrir félagið með hlutum í Iceland Seafood International.  Í tilkynningu, sem Iceland Seafood International sendi frá sér í dag, kemur fram að stjórn félagsins hafi samþykkt hlutafjáraukningu í tengslum við kaupin á Solo Seafood.