*

sunnudagur, 18. nóvember 2018
Innlent 11. janúar 2013 09:37

Bjarni Ármannsson með 40% hlut í Keldunni

Fyrrverandi bankastjóri Glitnis keypti hlut í Keldunni fyrir 20 milljónir í fyrrasumar.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson.
Aðrir ljósmyndarar

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, á rúman 40% hlut í Keldunni. Hann greiddi 20 milljónir króna fyrir hlutinn í 30 milljóna króna hlutafjáraukningu í sumar.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að í hlutafjáraukningunni hafi tveir hluthafar breytt 10 milljóna króna kröfum sínum á félagið í hlutafé. Það voru þeir Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnandi Hf. Verðbréfa, sem lánaði Keldunni níu milljónir króna sumarið 2011 og Gunnar Halldór Sverrisson, sem stýrir Íslenskum aðalverktökum. Hann lánaði Keldunni eina milljón króna síðla árs 2011. 

Fram kemur í ársreikningi Keldunnar að 11,1 milljóna króna tap varð af rekstrinum árið 2011 og nam eigið fé félagsins um 5,8 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í lok árs 2011, þeir Halldór Friðrik og Gunnar Halldór. 

Eignir félagsins í lok ársins námu 20 milljónum króna og hljóðuðu skuldir á móti upp á 20 milljónir króna.