Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að raunhæfara sé að búa í Noregi en Reykjavík, sé ætlunin að leita að fjárfestingarmöguleikum á Norðurlöndum og Norður-Evrópu. Bjarni segir að óróleikinn í fjármálalífi Íslendinga muni halda áfram. Vandamálið á Íslandi sé hraður vöxtur íslenska bankakerfisins, en gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans hafi ekki fylgt þeim vexti. „Fjármálageirinn þarf að endurskipuleggja sig en Íslendingar koma sterkari en áður út úr þeirri endurskipulagningu,“ segir Bjarni við blaðið.