Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðurkennir að Hanna Birna hefði átt að segja af sér fyrr. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir hann auðvelt að segja það eftir á. Hann geti ekki útilokað að þetta hafi skemmt fyrir flokknum en hann varð ekki var við áberandi breytingu á stuðningi. Í viðtalinu segir hann einnig að Hanna Birna hafa sigið stórt skref með því að láta af embætti.

Athyglin var of mikil á Hönnu Birnu

Í viðtalinu segir Bjarni jafnframt að mega læra af leikamálinu. Hann segir að honum fannst aðalatriðin ekki vera nægilega í forgrunni í umræðunni. Einstaklingur leitaði skjóls í ráðuneytinu og vildi meina að brotið hefði verið á sér réttur í kerfinu, það var síðan brugðið fyrir þennan einstakling fæti af starfsmanni ráðuneytisins. Í því segir Bjarni alvarleika málsins liggja. Að sínu mati segir Bjarni hafi athyglin verið of mikið á Hönnu Birnu, sem hafði í sjálfu sér ekkert með þetta atvik að gera samkvæmt því sem upplýst hefur verið síðar.

Vill ekki vera stjórnmálamaður alla ævi

Í viðtalinu segist Bjarni ekki ætla að vera í stjórnmálum það sem eftir er af starfsævinni. Þegar hann fór á þing þá sá hann sig ekki fyrir sér að vera í stjórnmálum til 45 ára aldurs.

Hann segist ætla að halda áfram og gera vel. Hins vegar segist Bjarni ekki sjá fyrir sér að hann verði á þingi þar til hann fer á eftirlaun.