Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að einkaframtakið mæti of neikvæðu viðhorfi á Íslandi í dag. Bjarni nefnir máli sínu til stuðnings dæmi þar sem að einkaaðilar framkvæma opinbera þjónustu, til að mynda fyrsta skólann sem hann gekk í, Ísaksskóla. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi atvinnulífsins.

„Við erum að glíma við vantraust frá hruni fjármálakerfisins sem við verðum að vinna úr,“ sagði forsætisráðherra enn fremur. Bjarni taldi að það væri mikilvægt að breyta hugarfarinu, til að koma í veg fyrir að opinbert fé nýtist illa. Hann sagði að við gætum nýtt betur það fjármagn sem er til skiptanna með því að leita samráð við einkaaðila. „Maður mætir í dag neikvæðu viðhorfi gagnvart einkaaðilum sem veita opinbera þjónustu.“