*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Sjónvarp 31. desember 2016 14:54

Bjarni: Einstaklingar geta séð um náttúruperlur

Fjármálaráðherra sagði við afhendingu viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins að í lagi væri að nýta náttúrufyrirbæri í viðskiptalegum tilgangi.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Hin árlegu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þann 29. des. en Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins hlaut verðlaunin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti verðlaunin.

Í ræðu sinni sagði Bjarni meðal annars að velgengni Bláa Lónsins sýndi að einstaklingum og einkafyrirtækjum gætu vel séð um náttúruperlur og að byggja þær upp. Eins væri í lagi að stýra aðgangi fólks að slíkum stöðum og innheimta gjald fyrir komuna. 

„Það er í lagi að nýta náttúrufyrirbæri eins og það sem varð til þarna - og hefði auðvitað aldrei staðist umhverfismat miðað við nútímakröfur - að nýta það í viðskiptalegum tilgangi og taka fyrir það gjald. Að ég tali nú ekki um þegar menn gera það í jafn myndarlegum hætti og hér á við. “

Sama dag kom út áramótatímarit Viðskiptablaðsins, Áramót, og var útgáfu tímaritsins því fagnað samhliða verðlaunaafhendingunni. Í tímaritinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við verðlaunahafa auk fjölda annars efnis.

Áskrifendur geta nálgast tímaritið hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim