Sigurður Ingi Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í söluna á Arion banka í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og benti meðal annars á það að ýmsir aðilar hefðu bent á að vogunarsjóðir væru óheppilegir eigendur banka.

Bjarni Benediktsson benti hins vegar á það að hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að fara vel yfir söluna á bankanum og að FME myndi skoða kjölfestufjárfesta með ítarlegum hætti. Bjarni sagði að jafnframt að þetta væri efni til lengri umræðu en benti á að íslenska ríkið væri ekki að selja bankann. „Það eru þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Bjarni jafnframt.

Íslenska ríkið gekk þannig frá við slitabú gamla Kaupþings að þeir afhentu íslenska ríkinu skuldabréf upp á 84 milljarða króna. Við vildum ekki að allir þessir fjármunir myndu renna út úr hagkerfinu, til kröfuhafanna með áfalli fyrir íslensku krónuna,“ sagði Bjarni.