*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 30. maí 2013 09:19

Bjarni greiðir sér 132 milljónir úr Gasfélaginu

Félag Bjarna Ármannssonar jók hlutafé Gasfélagsins árið 2011. Hlutafjárhækkunin hefur nú verið tekin til baka.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson.
Haraldur Guðjónsson

Ákveðið var á hluthafafundi í Gasfélaginu ehf. að lækka hlutafé félagsins um 132 milljónir króna og greiða út til hluthafa. Eigandi Gasfélagsins er Sjávarsýn ehf., einkahlutafélag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka. Gasfélagið er einn af helstu innflytjendum landsins á gasi og gashylkjum. Fyrirtækið var á árum áður í eigu olíufélaganna. Þau seldu reksturinn árið 2005. Bjarni keypti fyrirtækið af nýjum eigendum síðsumars 2007.

Í síðasta birta ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 kemur fram að þá fór fram hlutafjáraukning upp á 132 miljónir sem nú virðist vera greidd til baka. Á því ári skilaði Gasfélagið hagnaði upp á 1.070 milljónir króna. Þrátt fyrir að ekki sé minnst á niðurfærslu skulda í ársreikningnum þá virðist sem það sé stærsti hluti hagnaðarins. Langtímaskuldir námu í lok árs 2010 um 1.574 milljónum og greiddar voru 442 milljónir upp á árinu 2011. Í lok árs 2011 námu langtímaskuldir félagsins 136 milljónum króna. Áður höfðu skuldirnar verið í erlendum gjaldmiðlum en í lok árs 2011 voru þær allar í íslenskum krónum. Miðað við upphafs- og lokastöðu skulda og greiðslu þeirra á árinu 2011 nam niðurfærsla þeirra um 977 milljónum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim