Eins og búist var við skipar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi, en kjördæmið er oft nefnd Kraginn. Bjarni sóttist einn eftir fyrsta sætinu.

Jón Gunnarsson þingmaður varð í öðru sæti en það sæti skipaði Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrir kosningarnar 2013. Ragnheiður gaf ekki kost á sér núna. Óli Björn Kárason ritstjóri varð í þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason þingmaður í því fjórða.

Sjáfstæðisflokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna í suðvesturkjördæmi árið 2013.  Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar, varð í fimmta sæti í prófkjörinu um helgina og gæti því verið á leið á þing. Kar­en Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Kópavogi og varaþingmaður varð í sjötta sæti. Elín Hirst, sem setið hefur á þingi síðan 2013, hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu um helgina.