Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ekki hrifinn af hugmyndinni um að draga úr notkun peningaseðla til að berjast gegn svarta hagkerfinu og skattaundanskotum. Þetta segir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins . Í skýrslu fjármálaráðherra um skattaundanskot var lagt til að dregið yrði úr notkun peningaseðla. Skýrslan, sem var unnin af starfshóp á vegum fjármálaráðherra, lagði til að tíu þúsund krónu seðlar yrði teknir úr umferð sem fyrst og að fimm þúsund krónu seðlar yrði teknar úr umferð í kjölfarið.

Forsætisráðherra telur hugmyndirnar slæmar. „Nei mér líst ekki á það. Og mér finnst þetta ekki raunhæfar tillögur,“ sagði hann. Bjarni tók enn fremur fram að menn séu í sjálfu sér ekki að leggja til að reiðufé verði lagt af. En hann telur gengið of langt að taka þessa seðla úr umferð.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifaði pistil í gær, þar sem að hann tók fram að miðað við fyrstu viðbrögð við þessari „róttæku hugmynd“, það er að draga úr magni reiðufjár í umferð. Hann bætti við að þessi hugmynd væri sem betur fer ekkert aðalatriði í tillögum hópsins.