Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í færslu á Facebook síðu sinni, að hugmyndin um borgaralaun sé sú alvitlausasta sem hann hefur heyrt.

Hugmyndin á bak við borgaralaun er sú að allir fullorðnir einstaklingar, sama hvort þeir séu í vinnu eða ekki, hljóti framfærslu frá hinu opinbera óháð öðrum tekjum.

Á réttri braut

Hann bendir jafnframt á að sameiginlegir sjóðir samfélagsins séu takmarkaðir og að við eigum að „nýta þá til að koma þeim í samfélagi okkar til hjálpar sem eru í raunverulegri þörf fyrir stuðning.“

Bjarni telur það augljóst að ef kemur að þeim tímapunkti að ríkið geti stutt myndarlega við þá sem verst standa ásamt því að sinna öðrum mikilvægum verkefnum, þá sé augljóst hvað eigi að gera, lækka skatta.