Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er talsvert bjartsýnni á aðstæður og hagþróun á Íslandi núna en hann var á síðasta ári. Hagvaxtar-, verðbólgu- og atvinnuleysisspár hafa allar verið uppfærðar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Sendinefnd AGS heimsótti Ísland fyrir skömmu síðan og birti svo skýrslu um spár sínar fyrir ástandinu hérlendis. Í nýrri spá sjóðsins er því spáð að hagvöxtur verði 4,2% fyrir árið í ár miðað við 3,7% spá í október. Þá er auknum hagvexti einnig spáð fyrir árið 2016.

Verðbólguspá AGS hefur þá einnig lækkað. Hún var áður 4,5% en nú býst sjóðurinn við að hún verði 2,6%. Atvinnuleysi er þá einnig spáð að verði minna en gert hafði verið ráð fyrir áður, eða um 3,8% þegar það var áður 4,1%.