Olíuverð hækkaði talsvert í aðdraganda fundar OPEC ríkjanna og stendur því í tæpum 48 dollurum á fatið. Bjartsýnin stafar af því að talið er líklegt að OPEC ríkin nái saman á fundi sínum sem haldinn er í dag. Þau stefna að því að draga talsvert úr olíuframleiðslu í heiminum.

Sádí-Arabar, sem að hafa tögl og hagldir innan OPEC hópsins, hafi samkvæmt frétt CNN , fallist á það að leyfa Írönum að auka talsvert við olíuframleiðslu sína.

Haft er eftir háttsettum írönskum embættismanni í greininni að ákveðin hefði verið framleiðslutala sem að hentaði öllum aðilum í OPEC. Síðastliðið ár hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að minnka olíuframleiðslu til þess að auka verðmæti olíu.

Það er möguleiki á því Nígería, Líbýa og Íran geti tryggt sér undanþágu frá samkomulaginu. Fjárfestar stilla þó væntingum sínum í hóf, þar sem að það þyrfti að draga talsvert úr olíuframleiðslu til þess að hækka olíuverð. Fyrir fundinn sagðist OPEC stefna að því að minnka framboð af olíu um 32,5 milljónir fata.