Stafræni gjaldmiðillinn Bitcoin hefur hækkað um tæplega 83% það sem af er ári. Hver Bitcoin kostar nú ríflega 793 dali og er gengi rafmyntarinnar því farið að nálgast fyrri hæðir, en árið 2013 braut gjaldmiðillinn 1000 dollara múrinn.

Yfirhagfræðingur SaxoBank, Steen Jakobsen, telur þó að rafmyntin geti hækkað enn meira á næsta ári. Í nýrri spá, býst hann við því að gengið geti hækkað upp í allt að 2000 dali.

Bjartsýni hans má rekja til fjármálastefnu Donald Trump. Hann óttast það að Trump muni auka ríkisútgjöld svo harkalega að verðbólga muni rísa og að einstaklingar muni flýja í rafmyntina, til þess að verja sig gegn verðbólgunni.