*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 17. janúar 2011 15:58

Bjóða tvöfalt hærra kaupverð fyrir Icelandic Group

Kanadíska félagið High Liner Foods býður nærri tvöfald hærra verð fyrir Icelandic Group en FSÍ greiddi fyrir félagið.

Ritstjórn

Kanadíska félagið High Liner Foods býður 170 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna, í Icelandic Group. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonarum söluna á Vestia er allt hlutafé Icelandic Group metið á 13,9 milljarða króna. Tilboðið er því nærri tvöfalt hærra en verðmat á félaginu samkvæmt samningi um sölu á Vestia. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, hefur sagt að ekki standi til að selja innlenda hluta Icelandic.

Framtakssjóðurinn (FSÍ) eignaðist 81% hlut í Icelandic Group við kaup á Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans. Sjóðurinn ræðir nú við fjárfestingarsjóðinn Triton um sölu á eignum og starfsemi Icelandic erlendis.

Forsvarsmenn High Liner Foods hafa gagnrýnt FSÍ fyrir að hundsa tilboð félagsins og telja Kanadamennirnir að þeirra tilboð sé hagstæðara en það sem Triton býður.