Ríkiskaup hefur nú fyrir hönd Isavia óskað eftir aðilum til að taka þátt í útboði um aðgang rekstraraðila sem sinna áætlunarakstri milli flugstöðvar og höfuðborgarsvæðis. Þetta kemur fram á vef Ríkiskaupa , en vefmiðillinn Túristi , greindi fyrst frá. Akstur mun hefjast samkvæmt nýja fyrirkomulaginu 1. mars á næsta ári.

Eins og sakir standa keyra rútur á vegum Airport Express og Flugrútunnar reglulega með flugfarþega milli höfuðborgarinnar og flugvallarins. Samið verður við tvö aðila að hámarki en þeir skuldbinda sig til að bjóða upp á sætaferðir í tengslum við öll millilandaflug, hvenær sem er sólarhrings.

Í útboði Ríkiskaupa kemur fram að samið verður um aðstöðu hópferðabíla til 5 ára og heimilt er að framlengja samninga um allt að 2 ár til viðbótar, eitt ár í senn. Á samningstímanum er gert ráð fyrir því að farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli fari úr 5,6 milljónum upp í 8,3 milljónum. Mesta álagið á sumrin og sunnudagar eru fjölförnustu dagarnir segir í útboðskynningunni.