Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Höfuðborgarstofu.

Björg hefur undanfarið starfað sem verkefnisstjóri hjá Barnaheillum en einnig var hún framkvæmdastjóri Samfés um árabil, en samtökin standa fyrir fjölda viðburða af mismunandi stærðargráðu á hverju ári fyrir ungmenni og starfsfólk félagsmiðstöðva.

Hún hefur mikla reynslu á sviði viðburða, verkefnastjórnunar, áætlanagerðar, markaðssetningar, fjármögnunar verkefna og rekstrar. Hún hefur jafnframt sinnt stundakennslu í viðburða- og verkefnastjórnun við Háskóla Íslands, komið að skipulagningu menningartengdra viðburða og rekið veitingahús, auk þess að starfa sem markaðsstjóri.

Björg er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, diplóma í viðskiptafræði frá HR og mannfræði frá HÍ. Jafnframt hefur hún klassíska menntun í tónlist.