*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 16. janúar 2019 17:04

Björgólfur fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtæki

Björgólfur Thor Björgólfsson tók nýverið þátt í 1,6 milljóna punda fjármögnun breska tæknifyrirtækisins Olvin.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og eigandi Novator Parters.
Aðsend mynd

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnandi og eigandi Novator Partners, tók nýverið þátt í 1,6 milljóna punda fjármögnun breska tæknifyrirtækisins Olvin sem þjónustar fyrirtæki á drykkjarvörumarkaðinum. Þetta kemur fram á vef Businessleader.

Áhættufjárfestingasjóðurinn Brainchild Ventures tók jafnframt þátt í fjármögnun fyrirtækisins.